Viðgerðir

Sérhæft verkstæði
Fyrir Land Rover, Hyundai, Nissan og Renault auk þess að sinna flestum almennum bílaviðgerðum.

Aflestur og bilanagreiningar
Verkstæðið er búið nýjustu bilanagreiningum fyrir Land Rover, Hyundai, Nissan og Renault.

Bremsuprófanir
Verkstæðið sinnir viðgerðum á bremsum og bremsukerfum.

Þjónustuskoðanir
Þær eru misstórar en bílar eru alltaf smurðir og farið yfir ljós og helstu slitfleiti.

Tímareimaskipti
Framleiðendur miða við tímareimaskipti annað hvort eftir aldri bílsins eða akstri, hvort heldur kemur á undan.

Bílalyftur
Verkstæðið er búið sex bílalyftum ásamt öðrum nauðsynlegum tækjum.
Hvers vegna að velja Almenna bílaverkstæðið?
Almenna bílaverkstæðið hefur verið rekið af þeim Kristmundi Þórissyni (Mumma) og Ríkharði Kristinssyni (Rikka) frá árinu 1991.
Yfir 30 ára reynsla
Við stofnun fyrirtækisins var fjöldi bifvélavirkja tveir en í dag eru þeir sjö. Sérhæfing í Land Rover, Hyundai, Nissan og Renault ásamt almennum bílaviðgerðum er okkar fag.
Traust þjónusta - alltaf
Almenna hefur öll tilskilin réttindi. Í þeim tilfellum sem Almenna getur ekki sinnt vegna tæknibúnaðar eða annars þá getum við leiðbeint við val á öðru verkstæði.