Aflestur

Ef aðvörunarljós kviknar í mælaborði bíls er það viðvörun um vandamál í stjórnbúnaði bílsins.
Mýmörg atriði geta valdið því að ljósin kvikni og þess vegna er nauðsynlegt að tengja bílinn við bilanagreini til að átta sig á vandamálinu. Slíkur aflestur kostar á bilinu 5 – 10.000 kr

Þjónustuskoðanir

Þjónustuskoðanir eru framkvæmdar á 15.000 km fresti á Hyundai og Renault.
Þær fela í sér mismiklar aðgerðir en þó er bíllinn alltaf smurður, farið yfir ljós og slitfleti á borð við bremsur, fjöðrunarbúnað og stýrisgang.
Þjónustuskoðanir eru misstórar og fer verðið eftir því sem nauðsynlegt er að gera, svo sem að skipta um tímareim.

Bremsuviðgerðir

Algengustu viðgerðir á bremsukerfi eru bremsuklossaskipti. Algeng ending á bremsuklossum eru 40 – 60.000 km en fer eftir t.d. aksturslagi.
Við hver bremsuklossaskipti eru bremsudiskar athugaðir og ástand þeirra metið.

Tímareimarskipti

Mjög mikilvægt er að skipta um tímareimar eftir leiðbeiningum framleiðanda.
Algengur tími á milli tímareimarskipta er 4 – 6 ár eða 70 – 90.000 km. Þetta er breytilegt eftir bíltegundum.
Upplýsingar má finna í eigendahandbók bílsins eða hjá okkur.
Ef tímareim slitnar eru mjög miklar líkur á stórfeldum skemmdum á vélinni.

Aðalskoðun

Almenna bílaverkstæðið tekur að sér að fara með bílinn þinn í skoðun án aukagjalds og gerir tilboð í viðgerð í framhaldi af því.